The Balancing Work logo - click for Home Page

EMF Balancing Technique, LatticeLogic, The Symbol, UCL Tai Ji, Yoga for The Lattice, Reflections, The Waves


Meðferðartímar stiga I-IV

Hvað er EMF meðferðartími?

EMF Balancing Technique® (ísl. þýð.: EMF Jöfnunartækni) meðferðartími er upplifun einstaklingsins á rafsegulorkusviði sínu (EMF táknar rafsegulsvið) og mynstrunum innan þess.

Hver meðferðartími tekur um klukkustund. Viðtakandinn liggur á nuddbekk á meðan meðferðaraðilinn framkvæmir röð mjúkra hreyfinga sem svipar til Tai Chi. Flestar hreyfingarnar eru framkvæmdar þannig að hendur meðferðaraðilans líða í gegnum hluta Universal Calibration Lattice (ísl. þýð.: Alheimsstillingargrind) viðskiptavinarins en hún umlykur alveg líkamann í tveggja feta [60 cm] fjarlægð frá honum. Hluti meðferðarinnar felst í því að meðferðaraðilinn setur hendur sínar nærfærnislega á líkamann til að auðvelda orkuflæðið.

Hver meðferðartími styrkir UCL þannig að hún geti varanlega haldið enn meiri orkuhleðslu. Stillingin (eða styrkingin) er einstök fyrir hvern viðtakanda þrátt fyrir að í hverjum tíma sé notuð sama aðferð. Stillingin er ákveðin með tilliti til innri visku aðilans, framsetning persónulegrar rafsegulstöðu hans.

Jöfnun orkusviðsins hefst þegar þú liggur þægilega á nuddbekknum.

Í upphafi er sviðið „undirbúið” um leið og alheimsorka flæðir frá höndum meðferðaraðilans og í gegnum orkulíffærakerfi þitt. Þetta getur skapað hlýja, kitlandi, slakandi tilfinningu. (Ath.: Þetta er alheimsorka, ekki persónuleg orka meðferðaraðilans).

Síðan hefst „hreinsunarferlið” um leið og orkuþræðirnir eru teygðir. Sú tilfinning að verið sé að toga mjúklega í orkustrengi er ekki óalgeng. Þetta er hluti stillingarferilsins innan orkukerfis Universal Calibration Lattice.

Því næst, meðan á „jöfnunarferlinu” stendur, setur meðferðaraðilinn hendur sínar á nokkrar af orkustöðvunum (chakras). Þessi snerting skapar oft bæði merkjanlega breytingu á hitastigi líkamans og leiðir inn í síðustu stillinguna eða „lokun” orkumeðferðarinnar. Einstakt einkenni þessarar óinnrásargjörnu aðferðar er svalt eða kalt orkuflæði sem fylgir oft hinni hefðbundnari hlýju eða heitu „heilunarorku”.

Af hverju að fara í EMF meðferðartíma?

Ástæður þess að fólk kemur í EMF Balancing Technique meðferðartíma eru margvíslegar, allt frá því að vilja slaka á, ósk eftir „heilun”, þrá til að skilja Sjálfið ...

Hver meðferðartími veldur kraftmikilli endurröðun innan orkulíffærakerfisins sem styrkir Universal Calibration Lattice. Þetta er mikilvægur þáttur í samvinnu við sameinaða orkusviðið eða geimsgrindina.

Meðferðartímarnir

Eftir að þú hefur farið í gegnum fyrstu fjögur stigin í réttri röð getur þú endurtekið hvert þeirra, eða haldið áfram í stig V-VIII og stig IX-XII, sem einnig verður að taka í réttri röð.

Stig I - Viska og tilfinningar

Þessi meðferðartími losar um streitu og kemur á nýjum mynstrum frelsis og vellíðunar. Upplifðu orkulegt jafnvægi á milli hugar og hjarta.

Stig II - Sjálfsstefna og -stuðningur

Þessi meðferðartími losar mjúklega um orkulegar hömlur þess sem við köllum fortíðina, og eflir vitund sjálfsstefnu og –stuðnings.

Stig III - Útgeislun kjarnaorku

Útgeislun kjarnaorku stuðlar að auknu flæði andlegra vitsmuna inn í daglegt líf þitt. Upplifðu nýjan skilning og innsýn inn í einstæða tjáningu sálar þinnar.

Stig IV - Orkuleg afrek

Í þessari jöfnun er komið á tengingu og samskiptum við framtíðarsjálf þitt í gegnum prisma persónulegra möguleika sem miðlar orku framtíðarmöguleika inn í samsköpun veruleika dagsins í dag.


Meðferðartímar

Að finna meðferðaraðila